Viðskipti erlent

Afkomendur Lindgren hagnast vel á bókum hennar

Afkomendur sænska barnabókahöfundarinar Astrid Lindgren hafa varla miklar fjárhagsáhyggjur því sala á bókum hennar skilar enn hundruðum milljóna íslenskra króna í tekjur.

Eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Buisness.dk njóta bækur Lindgren enn mikilla vinsælda þrátt fyrir að aldarfjórðungur sé frá því að hún sendi frá sér bók og sex ár séu frá andláti rithöfundarins.

Bækur um Línu Langsokk, Ronju ræningjadóttur og Emil í Kattholti seljast enn eins og heitar lummur og þá er enn verið að gera teiknimyndir og setja upp leikrit byggð á bókunum.

Allt þetta færir Saltkråkan AB, sem á réttinn af bókum Lindgren, miklar tekjur sem á síðasta ári námu 22 milljónum króna danskra, jafnvirði rúmlega 370 milljóna íslenskra. Af því fá erfingjarnir tæpan helming.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×