Viðskipti innlent

Greining Landsbankans hætt, Vegvísirinn heyrir sögunni til

Greining Landsbankans hefur verið lögð niður, a.m.k. í bili og Vegísir hennar heyrir nú sögunni til.

Edda Rós Karlsdóttir fyrrum forstöðukona greiningarinnar segir að málið sé nokkuð óljóst með framhaldið og það eigi eftir að koma í ljós hvernig málin þróast.

Það er þó ljóst að greiningin eins og hún var hefur verið lögð niður. Stór hluti af starfseminni var hlutabréfagreiningar og nú er ekki mikið eftir af hlutabréfum til að greina.

Þá er ljóst að Vegvísir greiningarinnar heyrir sögunni til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×