Viðskipti innlent

Þriðjungur fyrirtækja í lánsfjárvanda

Nærri þrjú af hverjum fjórum aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins hafa ráðist í hagræðingaraðgerðir á árinu eða hyggjast gera það. Þetta kemur fram í nýrri könnun á rekstrarhorfum fyrirtækjanna. Tæpur helmingur fyrirtækjanna hefur haldið að sér höndum í ráðningum frá áramótum og hyggst halda óbreyttum starfsmannafjölda til áramóta. Stjórnendur hjá um þriðjungi fyrirtækja hafa fækkað starfsfólki á árinu eða hyggjast gera það, flestir um fimm eða færri.

Þriðjungur í lánsfjárvanda



Samtök atvinnulífsins segja að mikill meirihluti fyrirtækja, eða um 72%, hafi ekki þurft að glíma við lánsfjárskort. Þau fyrirtæki sem hafi glímt við slíkan vanda hafi átt erfitt með að afla lánsfjár til dagslegs rekstrar en einnig glímt við erfiðleika við fjármögnun nýrra verkefna. Vanskil viðskiptavina valda þessum fyrirtækjum erfiðleikum.

Rafræn könnun

Könnunin var rafræn og gerð meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 7.-11. júlí síðastliðinn en það var Outcome hugbúnaður ehf. sem sá um framkvæmd hennar. Spurt var um starfsmannafjölda um síðustu áramót og áætlaðan starfsmannafjölda um næstu áramót. Auk þess var spurt hvort fyrirtækin hefðu þurft að glíma við lánsfjárskort á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×