Áttatíu og átta sagt upp hjá Glitni á Íslandi - 255 hættir alls 14. maí 2008 16:02 Glitnir hefur ákveðið að segja upp 88 manns á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag. Þar segir enn fremur að um sé að ræða starfsmenn úr flestum deildum og sviðum bankans. Með þessum uppsögnum verður starfsmannafjöldi Glitnis á Íslandi svipaður og í upphafi árs 2007 eða um 1000. „Órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur á stuttum tíma gjörbreytt starfs- og rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja um allan heim. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og hefur dregið úr vexti þeirra á Íslandi sem og erlendis. Áætlanir Glitnis á fyrri helmingi ársins 2007 gerðu ráð fyrir áframhaldandi hröðum vexti og tók uppbygging á innri starfsemi bankans mið af þeim áætlunum. Frá því í lok síðasta árs hefur Glitnir brugðist við breyttum aðstæðum á fjármálamarkaði, meðal annars með því að aðlaga starfsmannafjölda bankans að verkefnastöðu og umsvifum á Íslandi og erlendis.," segir í tilkynningu Glitnis. Þá er bent á að starfsemi Glitnis í Evrópu hafi frá ársbyrjun verið í endurskoðun með það fyrir augum að skerpa áherslur og ná fram hagræðingu og lækkun kostnaðar. Þannig hefur skrifstofu bankans í Danmörku verið lokað og hluti starfseminnar flutt til London og Reykjavíkur. Stöðugildum fækkað um 15.„Starfsemi í Noregi endurskipulögð með sameiningu fyrirtækja bankans undir nafni Glitnis ásamt öðrum aðgerðum. Stöðugildum fækkað um 60. Dregið úr fasteignalánastarfsemi í Evrópu og starfsemi bankans í Lúxemborg endurskipulögð í byrjun apríl sl. Með því losar bankinn um 100 milljarða í lausafé. Stöðugildum fækkað um 10. Starfsemi skrifstofu bankans í London endurskipulögð í lok apríl og stöðugildum fækkað um 10," segir í tilkynningu Glitnis.Bent er á að á síðasta ári hafi ráðnir 319 starfsmenn til Glitnis á Íslandi, sem sé met í sögu bankans. Vegna þess að vöxtur bankans hefur ekki verið eins og áætlanir standa til hafi verið gripið til uppsagnanna. Skipting milli kynja er jöfn, meðalaldur þeirra sem um ræðir er um 40 ár, en um 2/3 þeirra starfsmanna sem um ræðir hafa starfað hjá bankanum í skemur en 5 ár.Samtals hefur starfsmönnum Glitnis fækkað um 255 í samræmdum uppsagnaraðgerðum á öllum starfsvæðum. Þeir starfsmenn sem sagt hefur verið upp munu flestir láta strax af störfum. Bankinn hefur upplýst Vinnumálastofnun og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um umræddar uppsagnir.„Þessi erfiða ákvörðun markar lok þeirra samræmdu uppsagnaraðgerða sem bankinn hefur unnið að síðan í lok síðasta árs. Rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja í heiminum hefur breyst á skömmum tíma og mikilvægt er að fyrirtæki tryggi stöðu sína í breyttu umhverfi með því að sýna sveigjanleika og getu til að lækka kostnað.Það er sársaukafullt að grípa til ráðstafana af þessu tagi. Það er eftirsjá af því góða fólki sem nú lætur af störfum vegna þessara hagræðingaraðgerða og ég óska því alls hins besta í framtíðinni. Starfsfólk Glitnis hefur alltaf verið eftirsótt á vinnumarkaðnum og ég er ekki í vafa um að því fólki sem hér um ræðir muni bjóðast störf við hæfi á nýjum vettvangi," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis í tilkynningu.Tilkynningu Glitnis má sjá hér. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Glitnir hefur ákveðið að segja upp 88 manns á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag. Þar segir enn fremur að um sé að ræða starfsmenn úr flestum deildum og sviðum bankans. Með þessum uppsögnum verður starfsmannafjöldi Glitnis á Íslandi svipaður og í upphafi árs 2007 eða um 1000. „Órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur á stuttum tíma gjörbreytt starfs- og rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja um allan heim. Íslensk fjármálafyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og hefur dregið úr vexti þeirra á Íslandi sem og erlendis. Áætlanir Glitnis á fyrri helmingi ársins 2007 gerðu ráð fyrir áframhaldandi hröðum vexti og tók uppbygging á innri starfsemi bankans mið af þeim áætlunum. Frá því í lok síðasta árs hefur Glitnir brugðist við breyttum aðstæðum á fjármálamarkaði, meðal annars með því að aðlaga starfsmannafjölda bankans að verkefnastöðu og umsvifum á Íslandi og erlendis.," segir í tilkynningu Glitnis. Þá er bent á að starfsemi Glitnis í Evrópu hafi frá ársbyrjun verið í endurskoðun með það fyrir augum að skerpa áherslur og ná fram hagræðingu og lækkun kostnaðar. Þannig hefur skrifstofu bankans í Danmörku verið lokað og hluti starfseminnar flutt til London og Reykjavíkur. Stöðugildum fækkað um 15.„Starfsemi í Noregi endurskipulögð með sameiningu fyrirtækja bankans undir nafni Glitnis ásamt öðrum aðgerðum. Stöðugildum fækkað um 60. Dregið úr fasteignalánastarfsemi í Evrópu og starfsemi bankans í Lúxemborg endurskipulögð í byrjun apríl sl. Með því losar bankinn um 100 milljarða í lausafé. Stöðugildum fækkað um 10. Starfsemi skrifstofu bankans í London endurskipulögð í lok apríl og stöðugildum fækkað um 10," segir í tilkynningu Glitnis.Bent er á að á síðasta ári hafi ráðnir 319 starfsmenn til Glitnis á Íslandi, sem sé met í sögu bankans. Vegna þess að vöxtur bankans hefur ekki verið eins og áætlanir standa til hafi verið gripið til uppsagnanna. Skipting milli kynja er jöfn, meðalaldur þeirra sem um ræðir er um 40 ár, en um 2/3 þeirra starfsmanna sem um ræðir hafa starfað hjá bankanum í skemur en 5 ár.Samtals hefur starfsmönnum Glitnis fækkað um 255 í samræmdum uppsagnaraðgerðum á öllum starfsvæðum. Þeir starfsmenn sem sagt hefur verið upp munu flestir láta strax af störfum. Bankinn hefur upplýst Vinnumálastofnun og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um umræddar uppsagnir.„Þessi erfiða ákvörðun markar lok þeirra samræmdu uppsagnaraðgerða sem bankinn hefur unnið að síðan í lok síðasta árs. Rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja í heiminum hefur breyst á skömmum tíma og mikilvægt er að fyrirtæki tryggi stöðu sína í breyttu umhverfi með því að sýna sveigjanleika og getu til að lækka kostnað.Það er sársaukafullt að grípa til ráðstafana af þessu tagi. Það er eftirsjá af því góða fólki sem nú lætur af störfum vegna þessara hagræðingaraðgerða og ég óska því alls hins besta í framtíðinni. Starfsfólk Glitnis hefur alltaf verið eftirsótt á vinnumarkaðnum og ég er ekki í vafa um að því fólki sem hér um ræðir muni bjóðast störf við hæfi á nýjum vettvangi," segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis í tilkynningu.Tilkynningu Glitnis má sjá hér.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira