Viðskipti innlent

Glitnir hækkaði í Kauphöllinni í dag

Átta félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Þeirra mest hækkuðu bréf í Century Aluminum Company eða um 3.23%. Atlantic Petroleum hækkaði um 1,73% og FL Group um 1,42%.

Glitnir sem sagði upp 88 manns í dag hækkaði um 1,19%. Landsbankinn lækkaði mest allra félaga eða um 1,85%. Þá lækkaði Straumur-Burðarás um 1,46% og Exista um 1,17%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,63% og stendur nú í tæpum 4830 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×