Viðskipti innlent

Vill fá sundurliðun á því hvar FL Group hefur tapað

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, hyggst fara fram á sundurliðun á rekstrarkostnaði og jafnframt sundurliðun á töpum FL Group, á aðalfundi FL Group, sem fer fram á morgun. Hann segir félagið hafa tapað 6% af landsframleiðslu og fróðlegt sé að vita hvar menn hafi tapað helst.

Vilhjálmur segist eiga pínulítinn hlut í FL Group og hafi tapað nokkrum bílverðum á hlut sínum í FL. „Það er í raun ekki spurning um hvað maður á mikið heldur hve miklu maður hefur tapað," segir Vilhjálmur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×