Viðskipti innlent

Afkomuviðvörun hjá Flögu Group í morgun

Stjórn Flögu Group hf. tilkynnir í dag að félagið hefur ákveðið að færa

virðisrýrnun á viðskiptavild sem mun hafa verulega neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs og ársreikning ársins 2007.

Áætlað er að færa virðsirýrnun að upphæð um það bil 11,5 milljónir dollara eða tæplega 800 milljónir kr á viðskiptavild í tengslum við kaup Flögu á Medcare Systems U.S. árið 2002 (nú þekkt sem Embla Systems).

Virðisrýrnun verður ekki færð á viðskiptavild sem tengist kaupum félagsins á Sleeptech árið 2004 er mun sem fyrr verða meðal eigna á efnahagsreikningi félagsins.

Í tilkynningu til kauphallarinnar segir Flaga að upplýsingar sem koma fram í tilkynningu þessari eru einungis bráðabirgðamat yfir stjórnar félagsins og eru ekki byggðar á endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum.

Flaga Group mun birta ársreikninga sína fyrir árið 2007 þann 27. mars 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×