Viðskipti innlent

Slæm byrjun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni byrjaði með niðursveiflu í morgun líkt og gerst hefur víðast um heiminn. Úrvalsvísitalan féll um 0,95% í fyrstu viðskiptum og stendur nú í 4.849 stigum.

Ekkert félag hefur hækkað en mesta lækkun hefur orðið hjá færeysku bönkunum tveimur. Foroya banki hefur lækkað um 3,4% og Eik banki um 3,1%. Þá hefur Kaupþing lækkað um 1,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×