Viðskipti innlent

Umferð um vef eve-online eykst um 55%

Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri CCP.

Samkvæmt vefmælingu Modernus frá því í síðustu viku jókst umferð um vefsíðu eve-online leiksins um 55%. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf sem heldur úti síðunni en leikurinn er einn sá vinsælasti á netinu. Hilmar Veigar Pétursson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir aukninguna eiga sér eðlilegar skýringar.

„Við vorum ekki með teljara kóðann á öllum síðum á vefnum okkar, við í raun vorum bara að laga það og þá fór umferðin um EVE vefinn að mælast rétt," segir Hilmar Veigar um aukninguna.

Í fyrrnefndri vefmælingu kemur fram að notendur eve-online.com voru 463.635 sem eru töluvert fleiri en á mbl.is sem er í öðru sætinu. Notendur mbl eru 251.578.

Það er síðan vísir.is sem er í þriðja sætinu með 182.059 notendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×