Viðskipti innlent

Viðskiptabankar hagnast um tæpa 34 milljarða

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, eina viðskiptabankans sem skilaði tapi.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, eina viðskiptabankans sem skilaði tapi.

Samanlagur hagnaður viðskiptabankanna fjögurra á fyrsta ársfjórðungi reyndist 33,6 milljarðar króna. SPRON er eini bankinn sem skilar tapi á ársfjórðungnum.

Glitnir var síðastur viðskiptabankanna til þess að skila uppgjöri fyrir ársfjórðunginn og samkvæmt því var hagnaður bankans 5,9 milljarðar króna eftir skatta. Kaupþing hagnaðist á sama tíma um 18,7 milljarða og Landsbankinn um 17,4. SPRON tapaði hins vegar 8,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×