Viðskipti innlent

2,3 milljarða króna tap á rekstri 365

Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður 365
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður 365

Hagnaður á rekstri 365 hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) ársins 2007 nam 1.162 m.kr. en á árinu 2006 var EBITDA tap 12 milljónir króna ef söluhagnaður dreifikerfis er undanskilinn. Tekjur á árinu 2007 námu 12, 3 milljörðum króna og jukust um tæp 12% á milli ára.

Rekstrarbati varð að upphæð 1.364 m.kr. hjá félaginu ef horft er til afkomu fyrir skatta af áframhaldandi starfsemi, en tap fyrir skatta nam 136 milljónir króna á árinu 2007.

Niðurstaða reksturs á árinu 2007 varð tap að upphæð 2,3 milljarðar króna að teknu tilliti til þeirrar starfsemi sem hefur verið lögð niður en eignarhlutur í Wyndeham var færður niður að fullu að fjárhæð 2.095 m.kr.

„Rekstrarárangur á árinu 2007 sýnir að félagið er í sókn bæði er varðar tekjuvöxt og afkomu grunneininga sem staðfestir viðsnúning á rekstri félagsins frá fyrra ári. Rekstur fjölmiðlahlutans gekk vel á árinu og skilaði 900 milljónum króna í EBITDA sem er einn besti árangur sem náðst hefur í þessari starfsemi á Íslandi. Sala og dreifing í afþreyingahluta rekstursins gekk vel á árinu en hinsvegar var framleiðsluhlutinn ekki að standa undir væntingum. Í heild er rekstur félagsins þó mjög nærri þeim áætlunum sem kynntar hafa verið," segir Ari Edwald, forstjóri 365.

Stjórnendur áætla að tekjur ársins 2008 verði á bilinu 13,5 til 14 milljarðar og EBITDA verði 1.300 til 1.400 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×