Viðskipti innlent

Marel seldi skuldabréf fyrir 6 milljarða kr. í útboði sínu

Skuldabréfaútboði Marel Food Systems hf. er lokið. Seld voru skuldabréf að andvirði 6 milljarða króna (52 milljónir evra). Verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfanna.

 

 

Í tilkynningu um málið segir að Marel stefni að því að hlutafjárútboð félagsins fari fram fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. júní n.k. og ljúki kl. 16:00 þann dag.

 

Þeir hluthafar Marel sem heimild munu hafa til að taka þátt í hlutafjárútboðinu þurfa að vera skráðir í hluthafaskrá félagsins í lok dags 2. júní.

Auk hluthafa munu þeir fjárfestar sem þess óska sérstaklega geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Marel enda skrái þeir sig fyrir a.m.k. 75.000 hlutum í félaginu.

 

 

Boðnir verða út nýir hlutir í Marel Food Systems hf. að söluverðmæti 117 milljónir evra eða rúmlega 7,5 milljarða kr.. Stjórn Marel hefur áskilið sér rétt til þess að fjölga þeim hlutum sem boðnir verða til sölu í útboðinu þannig að söluandvirði þeirra verði allt að 147 milljónir evra, verði umframeftirspurn í útboðinu.

Tilkynnt verður um fjölda hluta sem boðnir verða til sölu og útboðsgengi í kjölfar stjórnarfundar í Marel Food Systems hf. sem haldinn verður þann 3. júní 2008.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×