Erlent

Pútín segir reynt að draga Rússland aftur inn í tíma Kalda stríðsins

MYND/AP

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, gagnrýndi önnur ríki fyrir að reyna að draga Rússa aftur inn í þá tíma þegar Kalda stríðið geisaði og sagði slíkt ekkert annað en ógnun við nútímavæðingu Rússlands.

Pútín er nú staddur á fjármálaráðstefnu við Svartahaf þar sem hann ræddi núverandi kreppu á fjármálamörkuðum. Rússar hafa ekki farið varhluta af henni og voru kauphallarviðskipti þar í landi stöðvuð í tvo daga vegna þess að markaðurinn hrundi. Við því brugðust stjórnvöld og dældu um 19 þúsund milljörðum króna inn á markaðinn.

Pútín sagði í dag að ekki stæði til að loka mörkuðum Rússlands en sagði stjórnvöld í staðinn þurfa að efla samkeppni og vinna gegn einokun á rússneskum markaði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×