Viðskipti erlent

Segja að salan á Sterling sé að komast í höfn

Skiptastjórar þrotabús Sterling flugfélagsins segja að salan á félaginu sé að komast í höfn. Samhliða kemur fram að um 400 af 1.100 starfsmönnum Sterling muni líklega halda vinnu sinni.

Skiptastjórarnir áttu fund langt fram á nótt um málið með fulltrúum Ábyrgðasjóðs lána í Danmörku ásamt fulltrúum frá viðkomandi stéttarfélögum.

Jyllands-Posten hefur eftir Lisu Bo Larsen einum af skiptastjórunum að niðurstaða fundarins hafi verið að enn sé raunhæft að halda áfram tilraunum til að selja Sterling.

"Við teljum að með sölunni verði hægt að bjarga 430 stöðugildum," segir Pernille Bigaard annar af skiptastjórunum. "Við höfum ákveðið að segja upp hinum svo þeir geti samstundis hafið leit að annarri vinnu."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×