Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu - ótíðindi á Wall Street

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á Asíumörkuðum tóku snarpa dýfu við opnun markaða í morgun en náðu að rétta sig nokkuð af yfir daginn.

Þannig hafði japanska Nikkei-vísitalan lækkað um 1,3 prósentustig við lokun markaða. Nokkur lækkun varð Wall Street í gær eftir að ótíðindi bárust frá ýmsum stórfyrirtækjum. Raftækjakeðjan Circuit City fór fram á gjaldþrot, hraðsendingafyrirtækið DHL tilkynnti að 9.500 manns yrði sagt upp og Starbucks-kaffihúsakeðjan sagði sínar farir ekki sléttar, þar hefði veltan snarminnkað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×