Viðskipti innlent

Auka hlutafé í Marel til að fjármagna kaupin á STork

Stjórn Marel Food Systems hf. ákvað á fundi sínum í gær að nýta

heimild í samþykktum félagsins og hækka hlutafé Marel Food Systems hf. með sölu nýrra hluta að söluandvirði 117 milljónir evra, eða 14 milljarða íslenskra króna. Söluandvirði verður nýtt til þess að greiða hluta af kaupverði Stork Food Systems. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Marel sendi Kauphöllinni í morgun.

Fjöldi hluta sem seldir verða ræðst af gengi evru gagnvart íslenskri krónu og útboðsgengi. Tilkynnt verður um fjölda hluta sem boðnir verða til sölu og útboðsgengi í kjölfar stjórnarfundar í Marel Food Systems hf. sem áætlað er að halda þann 30. maí 2008.

Landsbanki Íslands hf. hefur sölutryggt útboðið með stuðningi Eyris Invest ehf. og Grundtvig Invest ApS, sem eru meðal stærstu hluthafa í Marel Food Systems hf.

Hluthöfum í Marel Food Systems hf. og fagfjárfestum verður boðið að skrá sig fyrir nýjum hlutum í Marel Food Systems hf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×