Viðskipti innlent

Jötunn gæti tapað 8 milljörðum á Glitnisbréfum

Sir Tom Hunter er stærsti hluthafinn í Jötunn Holding.
Sir Tom Hunter er stærsti hluthafinn í Jötunn Holding.

Jötunn Holding, eignarhaldsfélag í eigu Baugs, Fons og Sir Tom Hunters, þarf að öllum líkindum að horfast í augu við átta milljarða tap af bréfum sínum í Glitni við skipti á bréfum þeirra í FL Group sem ekki vilja eiga í félaginu þegar það verður tekið af markaði.

Jötunn Holding á 4,85% hlut í Glitni. Í tilboði til hluthafa FL Group er sá hlutur metinn á 12,3 milljarða sem er 8,2 milljörðum minna en Jötunn Holding greiddi fyrir hlutinn í tveimur viðskiptum snemma á síðasta ári.

Það hefur legið í loftinu að Jötunn Holding muni selja hlut sinn í Glitni. Fjármálaeftirlitið hafnaði því á dögunum að FL Group, sem á rúmlega 30% hlut í Glitni, og Jötunn Holding gætu farið saman með hluti sína í bankanum.

Sir Tom Hunter er stærsti hluthafi Jötunn Holding eftir því sem Vísir kemst næst. Félag hans West Coast Capital á 50% í félaginu, Baugur Group á 35% og Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á 15%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×