Viðskipti innlent

Atvinnuleysi eykst

Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi var 3,1% að meðaltali samkvæmt mælikvarða Hagstofunnar. Atvinnuþátttaka dróst saman um eitt prósentustig miðað við seinasta ár. Þetta kom fram í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings í dag.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi samkvæmt mælikvarða Hagstofu verði 3,2% að meðaltali á árinu í heild og vaxi enn frekar á næst ári. Atvinnuleysi var nálægt sögulegu lágmarki á seinni hluta síðasta árs en á þessum ársfjórðungi ber lítillega á aukningu atvinnuleysis.

,,Kólnun vinnumarkaðar er þó vart hafin af fullum þunga. Búast má við að draga muni töluvert úr eftirspurn eftir vinnuafli í kjölfar framkvæmdaloka í stóriðju en einnig er íslenskum fyrirtækjum sniðinn þrengri stakkur þegar um hægist í efnahagslífinu."

Hálffimm fréttir Kaupþings er hægt að lesa hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×