Innlent

Jafnréttið mest hjá Akureyrarbæ

Akureyrarbær trónir nú á toppi íslenskra sveitarfélaga í jafnréttismálum. Reykjavík er í sjöunda sæti en Arnarneshreppur situr á botninum.

Þessi niðurstaða var kynnt á ráðstefnu Jafnréttisstofu í dag en þar voru birt úrslit svokallaðrar jafnréttisvogar fimm Evrópulanda. Akureyri stendur sig albest íslenskra sveitarfélaga og hefur það töluvert vægi að bærinn hefur markvisst unnið að útrýmingu launamunar kynjanna með breytingum á launakerfi. Þá sakar ekki að bæjarstjórinn er kona.

Silfurverðlaunin í jafnréttissamkeppni íslenskra sveitarfélaga hlýtur Húnaþing vestra en Stykkishólmsbær fær bronsið. Þá koma Hornafjörður og Ísafjarðarbær, svo Aðaldælahreppur og Reykjavík er í sjöunda sæti. Skussarnir eru tvö norðlensk sveitarfélög, Grímseyjarhreppur vermir næstneðsta sætið á listanum en Arnarneshreppur situr á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×