Viðskipti innlent

Vogunarsjóðsstjórar í stuði á 101 Hótel

Í grein í Financial Times ritar blaðamaðurinn David Ibison fróðlega grein um íslenskt efnahagslíf. Greinin byrjar á myndrænni lýsingu á því þegar hópur vogunarsjóðsstjóra kom hingað til lands í janúar í boði Bear Stearns. Ibison segir að kvöldvaka þessara viðskiptavina sem fram fór á 101 Hótel sé þegar orðin að þjóðsögu á meðal íslenskra kollega þeirra.

Hann vitnar meðal annars í stjórnanda hjá „stórum íslenskum banka" sem segist hafa verið á staðnum. Hann hafi farið að ræða við einn þessara manna sem hafi sagt honum að allir félagar hans hafi tekið skortstöðu í Íslandi. Hagnaðarmöguleikunum var síðan líkt við endurkomu Krists, hvorki meira né minna.

Þarna eru væntanlega komnir hinir óprúttnu aðilar sem Davíð Oddson seðlabankastjóri minntist á í ræðu sinni á dögunum. Enda segir Ibison að í kjölfar þessa fundar hafi Fjármálaeftirlitið hafið rannsókn á málinu. Hann vitnar í forstjóra FME sem segist vera að rannsaka hvort aðilar hafi á skipulagðan hátt dreift óhróðri um íslenskt efnahagslíf með gróðasjónarmið að leiðarljósi.

Greinina má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×