Innlent

Mikill sinubruni á Suðurlandi

Bílvelta á Prestbakkavegi.
Bílvelta á Prestbakkavegi. MYND/Lögreglan

Nokkur erill var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku. Þannig voru tvær bílveltur á laugardaginn í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og er ökumaður í öðru tilvikinu grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Engin slys urðu þó á fólki í þessum veltum.

Þá var mikill sinubruni við HaLlgeirsey og er talið að brunnið hafi um 20 til 30 hektarar. Lögregla bendir á að fuglavarp fari nú að byrja og því þurfi að hafa það í huga. Sinubruni sé háður leyfi yfirvalda og þrátt fyrir að leyfi sé fyrir hendi geti eldurinn farið úr böndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×