Innlent

Tollar á fóðurblöndum frá ríkjum EES felldir niður 1. maí

MYND/GVA

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra greindi frá því á aðalfundi Landssambands kúabænda í dag að kjarnfóðurtollar verði felldir niður á öllum fóðurblöndum frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins frá og með 1. maí næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytsins. Þar segir einnig að áfram verði innheimt óbreytt gjald af fóðurblöndum frá öðrum löndum. Tollurinn er þrjár krónur og 90 aurar á hvert kíló. Þessi breyting verður tímabundin til næstu áramóta og ræðst framhaldið af því hvernig samningar um gagnkvæmar tollaívilnanir á landbúnaðarvörum þróast á milli Íslands og Evrópusambandsins.

Samkeppniseftirlitið beindi í síðasta mánuði þeim tilmælum til ráðherrans að beita sér fyrir því af afnema tolla á fóðurblöndum. Með því væri hægt að veita þeim tveimur innlenndu aðilum sem framleiddu fóðurblöndu samkeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×