Lélegur frágangur orsakar umferðaróhöpp 3. apríl 2008 16:56 Tvö umferðaróhöpp urðu á Gullinbrú í gær en bæði má rekja til lélegs frágangs á farmi flutningabíla. Í því fyrra fauk timbur af palli vörubíls og hafnaði á fólksbíl sem skemmdist nokkuð. Skömmu áður hafði timbur fokið af vörubíl í Ártúnsbrekku en grunur leikur á að um sama vörubíl hafi verið að ræða. Í því tilviki hlutust sömuleiðis af skemmdir en timbrið lenti þar einnig á fólksbíl, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Í seinna óhappinu á Gullinbrú kom vörubíll aftur við sögu en á palli hans var stuðari af bíl. Stuðarinn datt af pallinum og á akbrautina og því þurfti ökumaður bíls sem á eftir kom að draga mjög skyndilega úr hraðanum. Ökumaður bíls þar á eftir náði ekki að bregðast við og árekstur varð ekki umflúinn. Aftanákeyrslan var hörð og skemmdust báðir bílarnir talsvert en um tvo fólksbíla var að ræða. Ökumenn þeirra voru fluttir á slysadeild. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, sérstaklega þar sem fyrri vörubíllinn kom við sögu, og ljóst er að þeir sem flytja farm þurfa að vera miklu betur meðvitaðir um skyldur sínar.Of margir ganga illa frá farmi„Þess má geta að á dögunum kannaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt umferðareftirliti Vegagerðar ríkisins, frágang á farmi nokkurra flutningabíla. Athugasemdir voru gerðar í öllum tilvikum og því ljóst að misbrestur á frágangi farms er alltof algengur. Vegna þessa, og fyrrnefndra umferðaróhappa í gær, er rétt að rifja enn upp 73. gr. umferðarlaga en þar segir m.a. um hleðslu ökutækja; Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal ennfremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana. Í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms segir ennfremur í 2. gr.; Farm ökutækis skal skorða tryggilega og festa við ökutækið. Þannig skal frá gengið að farmurinn byrgi ekki útsýni ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu og valdi tjóni hvort heldur sem er í kyrrstöðu eða í akstri, svo sem við snögga hraða- eða stefnubreytingu ökutækis," segir í tilkynningunni. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Tvö umferðaróhöpp urðu á Gullinbrú í gær en bæði má rekja til lélegs frágangs á farmi flutningabíla. Í því fyrra fauk timbur af palli vörubíls og hafnaði á fólksbíl sem skemmdist nokkuð. Skömmu áður hafði timbur fokið af vörubíl í Ártúnsbrekku en grunur leikur á að um sama vörubíl hafi verið að ræða. Í því tilviki hlutust sömuleiðis af skemmdir en timbrið lenti þar einnig á fólksbíl, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Í seinna óhappinu á Gullinbrú kom vörubíll aftur við sögu en á palli hans var stuðari af bíl. Stuðarinn datt af pallinum og á akbrautina og því þurfti ökumaður bíls sem á eftir kom að draga mjög skyndilega úr hraðanum. Ökumaður bíls þar á eftir náði ekki að bregðast við og árekstur varð ekki umflúinn. Aftanákeyrslan var hörð og skemmdust báðir bílarnir talsvert en um tvo fólksbíla var að ræða. Ökumenn þeirra voru fluttir á slysadeild. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, sérstaklega þar sem fyrri vörubíllinn kom við sögu, og ljóst er að þeir sem flytja farm þurfa að vera miklu betur meðvitaðir um skyldur sínar.Of margir ganga illa frá farmi„Þess má geta að á dögunum kannaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt umferðareftirliti Vegagerðar ríkisins, frágang á farmi nokkurra flutningabíla. Athugasemdir voru gerðar í öllum tilvikum og því ljóst að misbrestur á frágangi farms er alltof algengur. Vegna þessa, og fyrrnefndra umferðaróhappa í gær, er rétt að rifja enn upp 73. gr. umferðarlaga en þar segir m.a. um hleðslu ökutækja; Farm skal flytja þannig, að eigi hafi í för með sér hættu fyrir menn eða valdi munatjóni. Þess skal ennfremur gætt, að eigi sé hætta á að farmur dragist eftir akbraut eða falli á hana. Í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms segir ennfremur í 2. gr.; Farm ökutækis skal skorða tryggilega og festa við ökutækið. Þannig skal frá gengið að farmurinn byrgi ekki útsýni ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu og valdi tjóni hvort heldur sem er í kyrrstöðu eða í akstri, svo sem við snögga hraða- eða stefnubreytingu ökutækis," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“