Innlent

Handteknir eftir slagsmál á Vegamótum

Veitingahúsið Vegamót.
Veitingahúsið Vegamót.

Tveir karlmenn voru handteknir í gærkvöldi vegna slagsmála á veitingahúsinu Vegamótum við Vegamótastíg í Reykjavík. Mennirnir voru fluttur á lögreglustöð en sleppt hálftíma síðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tilkynnt um slagsmál á veitingahúsinu um hálf tólf leytið í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á staðinn voru tveir menn handteknir en svo virðist sem um persónulegt uppgjör hafi verið að ræða á milli mannanna.

Mennirnir voru fluttir upp á lögreglustöð en látnir lausir hálftíma síðar. Áverkar voru minniháttar að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×