Viðskipti innlent

Iceland Express íhugar ameríkuflug í haust

„Ég get staðfest að við erum með ýmislegt á borðinu sem verið er að skoða en bíðum eftir rétta tímanum," segir Þorsteinn Guðmundsson stjórnarformaður Northern Travel Holding sem á meðal annars flugfélagið Iceland Express.

Heimildir Vísis herma að flugfélagið ætli að hefja ameríkuflug næsta haust.

Þorsteinn vill þó ekki staðfesta að ákveðið hafi verið að fljúga til Bandaríkjanna en segir að ef svo verði fari þeir fljótt með það í sölu. „Við erum með öll réttindi til þess að geta flogið vestur."

Þorsteinn segir Iceland Express hafi gengið vel í fyrra bæði fjárhagslega og eins hafi það náð góðum árangri á mörkuðum. Því séu þeir sífellt að skoða ný tækifæri.

„Það er hinsvegar ákveðinn óróleiki á öllum heimsmörkuðu í augnablikinu sem ýtir ekki undir það að menn fari af stað í aukna áhættu," segir Þorsteinn að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×