Viðskipti innlent

Jákvæð opnun á markaðinum

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði á jákvæðum nótum í morgun. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,17% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur nú í 4.934 stigum.

Mesta hækkun hefur orðið hjá Kaupþingi eða 1,44%, Bakkavör hefur hækkað um 1,23% og SPRON hefur hækkað um 1,17%.

Mesta lækkun hefur orðið hjá Eimskip eða 1,22%, Skipti hefur lækkað um 0,79% og Exista hefur lækkað um 0,68%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×