Viðskipti innlent

Breytt í sumartíma í kauphöllinni á morgun

Breytt verður yfir í sumarviðskiptatíma í OMX Kauphöllinni frá og með morgundeginum mánudegi, 31. mars.

Breytingin er því sumartími tekur gildi í Evrópu sem varir frá 31. mars til 24. október. Opnun samfelldra viðskipta mun vera klukkan 10:00 en lok viðskipta mun vera klukkan 15:23.

Greint er frá þessu í Vegvísi greiningar Landsbankans og þar segir að á meðan sumarviðskiptatíma stendur muni Vegvísir koma um klukkustund fyrr út.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×