Viðskipti innlent

Meira en helmingslíkur á gjaldþroti bankanna segir Bloomberg

Meira en helmingslíkur eru á gjaldþroti stærstu banka Íslands sé horft til skuldatryggingarálags þeirra, segir í frétt sem birtist á fréttaveitunni Bloomberg í dag.

 

Þar er vitnað í útreikninga bandaríska bankans JP Morgan og orsökin sögð eftirmálar undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum. Jónas Sigurgeirsson hjá Kaupþingi, kveðst ekki skilja niðurstöðuna, grunnstærðir bankans séu traustar og fjármögnun góð.

 

Í svipaðan streng tekur talsmaður Glitnis í fréttinni. Nánar um þetta í fréttum Markaðarins klukkan 18.18 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×