Viðskipti innlent

Kaup Nordic Partners á Hamé samþykkt

Gísli Þór Reynisson, starfandi stjórnarformaður Nordic Partners, og stærsti hluthafi félagsins.
Gísli Þór Reynisson, starfandi stjórnarformaður Nordic Partners, og stærsti hluthafi félagsins.

Tékkneska samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup íslenska fjárfestingafélagsins Nordic Partners á tékkneska matvælafyrirtækinu Hamé. Gengið var frá kaupunum í byrjun þessa árs en þau voru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Tékklandi.

Hamé er eitt þekktasta matvælafyrirtæki Tékklands og hefur um 3000 manns í vinnu. Hagnaður félagsins á síðasta ári fyrir afskriftir og skatta var um 2,5 milljarðar íslenskra króna samkvæmt heimildum Vísis.

Búist er við að Nordic Partners taki að fullu við rekstri Hamé innan mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×