Lífið

Sambora týndur á þjóðveginum

Richie Sambora, gítarleikari bandarísku rokksveitarinnar Bon Jovi var handtekinn í dag grunaður um að keyra undir áhrifum áfengis. Lögregla tók eftir svörtum Hummer jeppa sem rásaði um veginn og þegar bíllinn var stöðvaður kom í ljós að gítarhetjan var undir stýri, ekki allsgáð.

Sambora, sem er 48 ára gamall, var handtekinn á staðnum og þarf hann að mæta fyrir dómara í maí. Þrír farþegar voru í bílnum, kona og tvö börn en lögregla vildi ekki gefa upp nöfn þeirra.

Síðasta plata Bon Jovi kom út í fyrra og ber nafn með rentu fyrir Sambora, en hún heitir Lost Highway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.