Erlent

Risastór íshella á Suðurskautinu molnar

Hluti íshellunnar sem molnaði er fyrir miðri mynd.
Hluti íshellunnar sem molnaði er fyrir miðri mynd. MYND/AP

Stór hluti Wilkins íshellunnar á Suðurskautslandinu hefur molnað á síðustu dögum. Um er að ræða íshellu sem er sjö sinnum stærri en Manhattan eyja í New York, eða um 414 ferkílómetrar. Vísindamenn segja að molnun íshellunnar megi rekja til hlýnunnar jarðar en íshellan hefur verið þarna í hundruðir ára.

Íshellan molnar hratt og má lýsa aðförunum eins og þegar bílrúða er brotin. Vísindamenn segja að það sem eftir sé af Wilkins íshellunni muni einnig molna upp á næstu fimmtán árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×