NBA í nótt: Dirk frá í tvær vikur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2008 11:49 Dirk Nowitzky meiddist illa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dallas Mavericks á nú í mikilli hættu að missa af úrslitakeppninni eftir að Dirk Nowitzky meiddist í nótt og verður væntanlega frá í tvær vikur. Dallas tapaði San Antonio, 88-81, og þá unnu Denver og Golden State einnig sína leiki. Golden State á einn leik til góða á Dallas og getur jafnað árangur liðsins með sigri. Denver á lengra í land en liðið þarf að vinna tvo leiki og stóla á að Dallas tapi tveimur til að jafna árangur liðsins. Aðeins tvö af þessum þremur liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem hefst eftir tæpan mánuð. Dallas á tólf leiki eftir og gæti þurft að klára stærstan hluta deildakeppninnar án Nowitzky. Hann meiddist þegar hann lenti illa eftir að hann reyndi að verja skot í leiknum gegn San Antonio. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag en eigandi Dallas, Marc Cuban, segir að hann verði frá næstu tvær vikurnar. Þetta var þriðji tapleikur Dallas í röð en Jerry Stackhouse var stigahæstur hjá liðinu með nítján stig. Tim Duncan var með nítján stig og þrettán fráköst og Tony Parker þrettán stig fyrir San Antonio. Baráttan um heimavallarréttindin í Vestrinu er í hámarki. Fimm lið eru nánast efst og jöfn að árangri og verður því afar spennandi að fylgjast með lokasprettinum í deildinni. New Orleans og Lakers eru jöfn og efst á toppnum en Lakers tapaði fyrir Golden State í nótt, 115-111. Kobe Bryant skoraði úr tveimur þriggja stiga skotum á síðustu mínútunni en Stephen Jackson svaraði alltaf jafnóðum í sömu mynt. Monta Ellis og Jackson voru stigahæstir hjá Golden State með 31 stig en hjá Lakers skoraði Kobe 36 stig. Denver vann Toronto, 109-100. Allen Iverson var með 36 stig og Carmelo Anthony 33. Washington vann Detroit, 95-83, þar sem Antawn Jamison skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Dallas Mavericks á nú í mikilli hættu að missa af úrslitakeppninni eftir að Dirk Nowitzky meiddist í nótt og verður væntanlega frá í tvær vikur. Dallas tapaði San Antonio, 88-81, og þá unnu Denver og Golden State einnig sína leiki. Golden State á einn leik til góða á Dallas og getur jafnað árangur liðsins með sigri. Denver á lengra í land en liðið þarf að vinna tvo leiki og stóla á að Dallas tapi tveimur til að jafna árangur liðsins. Aðeins tvö af þessum þremur liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem hefst eftir tæpan mánuð. Dallas á tólf leiki eftir og gæti þurft að klára stærstan hluta deildakeppninnar án Nowitzky. Hann meiddist þegar hann lenti illa eftir að hann reyndi að verja skot í leiknum gegn San Antonio. Hann mun gangast undir læknisskoðun í dag en eigandi Dallas, Marc Cuban, segir að hann verði frá næstu tvær vikurnar. Þetta var þriðji tapleikur Dallas í röð en Jerry Stackhouse var stigahæstur hjá liðinu með nítján stig. Tim Duncan var með nítján stig og þrettán fráköst og Tony Parker þrettán stig fyrir San Antonio. Baráttan um heimavallarréttindin í Vestrinu er í hámarki. Fimm lið eru nánast efst og jöfn að árangri og verður því afar spennandi að fylgjast með lokasprettinum í deildinni. New Orleans og Lakers eru jöfn og efst á toppnum en Lakers tapaði fyrir Golden State í nótt, 115-111. Kobe Bryant skoraði úr tveimur þriggja stiga skotum á síðustu mínútunni en Stephen Jackson svaraði alltaf jafnóðum í sömu mynt. Monta Ellis og Jackson voru stigahæstir hjá Golden State með 31 stig en hjá Lakers skoraði Kobe 36 stig. Denver vann Toronto, 109-100. Allen Iverson var með 36 stig og Carmelo Anthony 33. Washington vann Detroit, 95-83, þar sem Antawn Jamison skoraði 24 stig og tók tólf fráköst.
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira