NBA í nótt: Houston steinlá öðru sinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 11:41 Tracy McGrady, leikmaður Houston. Nordic Photos / Getty Images Houston Rockets tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt eftir sigurgönguna löngu. Liðið steinlá fyrir New Orleans, 90-69. Houston náði átta stiga forystu strax í fyrsta leikhluta, 24-16 og voru enn með forystu í hálfleik, 44-39. En í seinni hálfleik fór allt úrskeðis og Houston skoraði ekki nem 25 stig gegn 51 stigi New Orleans eftir leikhlé. Bonzi Wells skoraði 20 af sínum 25 stigum fyrir New Orleans í fjórða leikhluta en David West skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Tracy McGrady skoraði fimmtán stig fyrir Houston en leikmenn liðsins voru aðeins með 34 prósent skotnýtingu í leiknum.Phoenix vann Seattle, 110-98. Amare Stoudemire var með 26 stig og Steve Nash bætti við 23 stigum er Phoenix vann sinn sjötta leik í röð. Það er lengsta sigurganga liðsins í vetur. Jeff Green skoraði nítján stig fyrir Seattle en þeir Kevin Durant og Luke Ridnour skoruðu sextán.Cleveland vann Detroit, 89-73, þar sem LeBron James skoraði 30 stig en Zydrunas Ilgauskas bætti við 20 stigum. Hjá Detroit var Rasheed Wallace stigahæstur með sextán stig og Richard Hamilton fjórtán. Golden State vann LA Clippers, 116-100. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis 28 í gríðarlega mikilvægum sigri liðsins í baráttunni við Denver um áttunda sæti Vesturdeildarinnar.Denver tapaði fyrir Philadelphia, 115-113, og gaf þar með eftir í baráttunni við Golden State. Liðið þarf nú að vinna þrjá leiki og treysta á að Golden State tapi þremur leikjum á móti til að taka áttunda sætið af liðinu. Allen Iverson lék nú í fyrsta sinn í Philadelphia síðan hann fór frá liðinu til Denver í desember 2006. Hann var þó stigahæstur í leiknum með 32 stig og hann bætti við átta stoðsendingum. Samuel Dalbert skoraði sigurkörfu leiksins þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka. Hann var með sautján stig en Andre Miller var stigahæstur hjá heimamönnum með 28 stig.Toronto vann Miami, 96-54. Stigaskor Miami er það þriðja minnsta í sögu NBA-deildarinnar síðan að skotklukkan var tekin í notkun tímabilið 1954-55. Metið á Chicago sem skoraði 49 stig í leik gegn Miami í apríl árið 1999. Toronto vann einnig sinn stærsta sigur í sögu félagsins en liðið vann Miami með 42 stiga mun. Gamla metið var 39 stig. Andrea Bargnani og Anthony Parker voru stigahæstur með fjórtán stig hver. New Jersey vann Atlanta, 125-117, þar sem Vince Carter fór á kostum og skoraði 39 stig og gaf tíu stoðsendingar. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sæti Austurdeildarinnar en liðin eru nú með jafn góðan árangur. New Jersey er með betri árangur í innbyrðisviðureignm (3-1) og kæmist því í úrslitakeppnina nú. Richard Jefferson var með 33 stig og Devin Harris með 26 en stigahæstur hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig.Washington vann Orlando, 87-86, þar sem Antawn Jamison var með 31 stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 39 stig en það er persónulegt met hjá honum.Indiana vann Charlotte, 102-95. Flip Murray skoraði 22 stig og Troy Murphy var með átján stig og þrettán fráköst. Jason Richardson var stigahæstur leikmanna Charlotte með 20 stig en hann tók einnig tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.Minnesota vann Memphis, 98-94. Al Jefferson skoraði 29 stig, þar af 22 í seinni hálfleik en Memphis komst mest fjórtán stigum yfir í leiknum. Mark Miller var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Memphis. Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Houston Rockets tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt eftir sigurgönguna löngu. Liðið steinlá fyrir New Orleans, 90-69. Houston náði átta stiga forystu strax í fyrsta leikhluta, 24-16 og voru enn með forystu í hálfleik, 44-39. En í seinni hálfleik fór allt úrskeðis og Houston skoraði ekki nem 25 stig gegn 51 stigi New Orleans eftir leikhlé. Bonzi Wells skoraði 20 af sínum 25 stigum fyrir New Orleans í fjórða leikhluta en David West skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Tracy McGrady skoraði fimmtán stig fyrir Houston en leikmenn liðsins voru aðeins með 34 prósent skotnýtingu í leiknum.Phoenix vann Seattle, 110-98. Amare Stoudemire var með 26 stig og Steve Nash bætti við 23 stigum er Phoenix vann sinn sjötta leik í röð. Það er lengsta sigurganga liðsins í vetur. Jeff Green skoraði nítján stig fyrir Seattle en þeir Kevin Durant og Luke Ridnour skoruðu sextán.Cleveland vann Detroit, 89-73, þar sem LeBron James skoraði 30 stig en Zydrunas Ilgauskas bætti við 20 stigum. Hjá Detroit var Rasheed Wallace stigahæstur með sextán stig og Richard Hamilton fjórtán. Golden State vann LA Clippers, 116-100. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis 28 í gríðarlega mikilvægum sigri liðsins í baráttunni við Denver um áttunda sæti Vesturdeildarinnar.Denver tapaði fyrir Philadelphia, 115-113, og gaf þar með eftir í baráttunni við Golden State. Liðið þarf nú að vinna þrjá leiki og treysta á að Golden State tapi þremur leikjum á móti til að taka áttunda sætið af liðinu. Allen Iverson lék nú í fyrsta sinn í Philadelphia síðan hann fór frá liðinu til Denver í desember 2006. Hann var þó stigahæstur í leiknum með 32 stig og hann bætti við átta stoðsendingum. Samuel Dalbert skoraði sigurkörfu leiksins þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka. Hann var með sautján stig en Andre Miller var stigahæstur hjá heimamönnum með 28 stig.Toronto vann Miami, 96-54. Stigaskor Miami er það þriðja minnsta í sögu NBA-deildarinnar síðan að skotklukkan var tekin í notkun tímabilið 1954-55. Metið á Chicago sem skoraði 49 stig í leik gegn Miami í apríl árið 1999. Toronto vann einnig sinn stærsta sigur í sögu félagsins en liðið vann Miami með 42 stiga mun. Gamla metið var 39 stig. Andrea Bargnani og Anthony Parker voru stigahæstur með fjórtán stig hver. New Jersey vann Atlanta, 125-117, þar sem Vince Carter fór á kostum og skoraði 39 stig og gaf tíu stoðsendingar. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sæti Austurdeildarinnar en liðin eru nú með jafn góðan árangur. New Jersey er með betri árangur í innbyrðisviðureignm (3-1) og kæmist því í úrslitakeppnina nú. Richard Jefferson var með 33 stig og Devin Harris með 26 en stigahæstur hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig.Washington vann Orlando, 87-86, þar sem Antawn Jamison var með 31 stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 39 stig en það er persónulegt met hjá honum.Indiana vann Charlotte, 102-95. Flip Murray skoraði 22 stig og Troy Murphy var með átján stig og þrettán fráköst. Jason Richardson var stigahæstur leikmanna Charlotte með 20 stig en hann tók einnig tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.Minnesota vann Memphis, 98-94. Al Jefferson skoraði 29 stig, þar af 22 í seinni hálfleik en Memphis komst mest fjórtán stigum yfir í leiknum. Mark Miller var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Memphis. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira