Viðskipti innlent

Greining Kaupþings segir verðbólguna 8 prósent út árið

Greining Kaupþings hefur sent frá sér verðbólguspá fyrir árin 2008-2010. Þar kemur fram að skammtímahorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir um átta prósenta verðbólgu út þetta ár.

 

Greiningin hefur endurskoðað fyrri verðbólguspá sína í ljósi þróunar síðustu vikna. Horfurnar hafa versnað verulega litið til skamms tíma samfara gengislækkun krónunnar og er allt útlit fyrir að verðbólga haldist há út árið 2008.

Það dregur hins vegar úr verðbólguhraðanum á árinu 2009 í kjölfar lækkandi fasteignaverðs og gengisstyrkingar krónunnar. Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu um mitt árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×