Viðskipti innlent

Markaðurinn í mínus og krónan fellur áfram

Markaðurinn í kauphöllinni byrjar daginn í mínus og hefur úrvalsvísitalan fallið um 0,2 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún í 4646 stigum. Þá hefur gengi krónunnar fallið um tæp fjögur prósent og er gengisvísitalan komin yfir 159 stig.

Aðeins eitt félag hefur hækkað eða Kaupþing um 0,4 prósent. Mesta lækkun hefur orðið hjá Atlantic Petroleum eða rúm sex prósent, FL Group hefur lækkað um 3,3 prósent og Exista um 2,2 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×