Hamilton vann í viðburðarríkri keppni 16. mars 2008 09:13 mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota. Mikil stöðubarátta var í mótinu, nema hvað Hamilton hafði tögl og hagldir frá upphafi hvar fyrsta sæti varðar. Kalla þurfti öryggisbílinn út í þrígang vegna óhappa í brautinni. Kimi Raikkönen skaut sér úr sextánda sæti á ráslínu í það þriðja og átti góða möguleika á verðlaunasæti, en var of kappsfullur í lokin og snarsnerist tvívegis útaf í mótinu. Á endaði bilaði bíll hans, rétt eins og í tímatökunni í gær. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 og fögnuðu þeir Hamilton vel eftir keppnina. Þeim er vel til vina og föðmuðust ákaft fyrir verðlaunaafhendinguna, en Williams bíllinn hefur komið vel undan vetri. Rosberg er fjórði yngsti maður sögunnar til að komast á verðlaunapall. Mikið var um árekstra í keppninni, sem olli því að fjölmargir féllu úr leik og hlutfall þeirra sem féll út hefur ekki verið svo hátt í mörg ár. Sárast voru endalokin hjá Frakkanum Sebastian Bordais hjá Torro Rosso. Hann var fjórði þegar tveir hringir voru eftir, en bíllinn bilaði. Hann er nýliði í Formúlu 1 og byrjaði því vel. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1h34:50.616 2. Heidfeld BMW Sauber (B) + 5.478 3. Rosberg Williams-Toyota (B) + 8.163 4. Alonso Renault (B) + 17.181 5. Kovalainen McLaren-Mercedes (B) + 18.014 6. Barrichello Honda (B) + 52.453 7. Nakajima Williams-Toyota (B) + 1 lhringur 8. Bourdais Toro Rosso-Ferrari (B) + 2 lhringur 9. Raikkonen Ferrari (B) + 3 hringur Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota. Mikil stöðubarátta var í mótinu, nema hvað Hamilton hafði tögl og hagldir frá upphafi hvar fyrsta sæti varðar. Kalla þurfti öryggisbílinn út í þrígang vegna óhappa í brautinni. Kimi Raikkönen skaut sér úr sextánda sæti á ráslínu í það þriðja og átti góða möguleika á verðlaunasæti, en var of kappsfullur í lokin og snarsnerist tvívegis útaf í mótinu. Á endaði bilaði bíll hans, rétt eins og í tímatökunni í gær. Rosberg náði sínum besta árangri í Formúlu 1 og fögnuðu þeir Hamilton vel eftir keppnina. Þeim er vel til vina og föðmuðust ákaft fyrir verðlaunaafhendinguna, en Williams bíllinn hefur komið vel undan vetri. Rosberg er fjórði yngsti maður sögunnar til að komast á verðlaunapall. Mikið var um árekstra í keppninni, sem olli því að fjölmargir féllu úr leik og hlutfall þeirra sem féll út hefur ekki verið svo hátt í mörg ár. Sárast voru endalokin hjá Frakkanum Sebastian Bordais hjá Torro Rosso. Hann var fjórði þegar tveir hringir voru eftir, en bíllinn bilaði. Hann er nýliði í Formúlu 1 og byrjaði því vel. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes (B) 1h34:50.616 2. Heidfeld BMW Sauber (B) + 5.478 3. Rosberg Williams-Toyota (B) + 8.163 4. Alonso Renault (B) + 17.181 5. Kovalainen McLaren-Mercedes (B) + 18.014 6. Barrichello Honda (B) + 52.453 7. Nakajima Williams-Toyota (B) + 1 lhringur 8. Bourdais Toro Rosso-Ferrari (B) + 2 lhringur 9. Raikkonen Ferrari (B) + 3 hringur
Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira