21 sigur í röð hjá Houston 15. mars 2008 07:15 Dikembe Mutombo og Tracy McGrady ganga hér glaðir af velli eftir 21. sigur Houston í röð í nótt. NordcPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira