Ríkisskattstjóri endurgreiði Baugi 75 milljónir króna 14. mars 2008 10:36 MYND/Vilhelm Ríkisskattstjóra hefur verið gert að endurgreiða Baugi Group 75 milljónir króna vegna oftekinna opinberra gjalda samkvæmt ákvörðun yfirskattanefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Baugi. Um er að ræða anga af Baugsmálinu svokallaða en ákveðnum þáttum þess var vísað til skattrannsóknarstjóra árið 2003. Komst hann að því að endurákvarða bæri opinber gjöld vegna átta atriða á árunum 1998-2002. Þar á meðal voru starfstengdar greiðslur til nokkurra yfirmanna félagsins á árunum1998-2002 samtals að fjárhæð rúmlega 200 milljónir króna þar sem ekki hefði verið haldið eftir staðgreiðslu. Nam endurálagningin samtals 464 milljónum króna en síðar kom í ljós að meintur vangreiddur tekjuskattur hafði verið ofreiknaður og nam skattaskuld Baugs 142 milljónum. Baugur Group greiddi umrædda fjárhæð. Ágreiningur var um þrjá af átta liðunum sem voru til skoðunar og fjallaði yfirskattanefnd um þá. Segir Baugur að yfirskattanefnd hafi í úrskurði sínum komið í öllum aðalatriðum komið til móts við sjónarmið Baugs Group að því er varðar starfstengdar greiðslur til nokkurra yfirmanna félagsins á árunum 1998-2002. Fallist hafi verið á að stærstur hluti þessara greiðslna hefði ekki verið staðgreiðsluskyldur fyrr en með gildistöku tiltekinnar reglugerðar árið 2001. Því lækkar vangreidd staðgreiðsla félagsins um 75 milljónir króna frá endurálagningu ríkisskattstjóra. Hins vegar var ekki fallist á sjónarmið félagsins varðandi hina tvo liðina. Annars vegar var um að ræða greiðslur til tveggja manna sem félagið hefði talið verktaka en ekki launþega. Þeir höfðu fengið samtals um 29 milljónir króna í greiðslur. Hins vegar var að ræða ræða meintan vanframtalinn söluhagnað hlutabréfa á árinu 1998 vegna tilurðar Baugs með sameiningu nokkurra félaga, aðallega Hagkaupa og Bónus. Var þessi vanframtaldi söluhagnaður talinn nema að minnsta kosti 407 milljónum en „að öllum líkindum" um það bil 1,5 milljörðum. Segir í tilkynningu Baugs að félagið íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum að því er varðar síðarnefnda liðinn. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Ríkisskattstjóra hefur verið gert að endurgreiða Baugi Group 75 milljónir króna vegna oftekinna opinberra gjalda samkvæmt ákvörðun yfirskattanefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Baugi. Um er að ræða anga af Baugsmálinu svokallaða en ákveðnum þáttum þess var vísað til skattrannsóknarstjóra árið 2003. Komst hann að því að endurákvarða bæri opinber gjöld vegna átta atriða á árunum 1998-2002. Þar á meðal voru starfstengdar greiðslur til nokkurra yfirmanna félagsins á árunum1998-2002 samtals að fjárhæð rúmlega 200 milljónir króna þar sem ekki hefði verið haldið eftir staðgreiðslu. Nam endurálagningin samtals 464 milljónum króna en síðar kom í ljós að meintur vangreiddur tekjuskattur hafði verið ofreiknaður og nam skattaskuld Baugs 142 milljónum. Baugur Group greiddi umrædda fjárhæð. Ágreiningur var um þrjá af átta liðunum sem voru til skoðunar og fjallaði yfirskattanefnd um þá. Segir Baugur að yfirskattanefnd hafi í úrskurði sínum komið í öllum aðalatriðum komið til móts við sjónarmið Baugs Group að því er varðar starfstengdar greiðslur til nokkurra yfirmanna félagsins á árunum 1998-2002. Fallist hafi verið á að stærstur hluti þessara greiðslna hefði ekki verið staðgreiðsluskyldur fyrr en með gildistöku tiltekinnar reglugerðar árið 2001. Því lækkar vangreidd staðgreiðsla félagsins um 75 milljónir króna frá endurálagningu ríkisskattstjóra. Hins vegar var ekki fallist á sjónarmið félagsins varðandi hina tvo liðina. Annars vegar var um að ræða greiðslur til tveggja manna sem félagið hefði talið verktaka en ekki launþega. Þeir höfðu fengið samtals um 29 milljónir króna í greiðslur. Hins vegar var að ræða ræða meintan vanframtalinn söluhagnað hlutabréfa á árinu 1998 vegna tilurðar Baugs með sameiningu nokkurra félaga, aðallega Hagkaupa og Bónus. Var þessi vanframtaldi söluhagnaður talinn nema að minnsta kosti 407 milljónum en „að öllum líkindum" um það bil 1,5 milljörðum. Segir í tilkynningu Baugs að félagið íhugi að leita réttar síns fyrir dómstólum að því er varðar síðarnefnda liðinn.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira