Viðskipti innlent

Guðmundur Þóroddsson áfram í leyfi

Guðmundur Þóroddsson
Guðmundur Þóroddsson

Guðmundur Þóroddsson átti að koma tilbaka úr leyfi og setjast í stól forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Guðmundur hefur verið forstjóri REI undanfarið en átti að snúa til baka 1.apríl næst komandi.

Stjórn Orkuveitunnar samþykkti hinsvegar á fundi sínum í dag að framlengja leyfið um tvo mánuði. Hann snýr því ekki tilbaka 1.apríl eins og áætlað var og mun sinna starfi forstjóra REI þangað til.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins fyrir stundu.

Sjá einnig:

Stjórnarformaður OR getur ekki svarað til um framtíð Guðmundar

Verður aftur forstjóri OR nema það vanti sökudólg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×