Innlent

Flóafélögin samþykkja kjarasamning við SA

Sigurður Bessason er formaður Eflingar.
Sigurður Bessason er formaður Eflingar. MYND/GVA

Flóafélögin svokölluðu samþykktu í dag nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins með yfirgnæfandi meirihluta.

Til Flóafélaganna teljast Efling-stéttarfélag, Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans.

Atkvæði greiddu 2.763 eða um 15 prósent af þeim sem voru á kjörskrá. Já sögðu um 83 prósent en 16 prósent sögðu nei. Tæpt eitt prósent seðlanna var ógildur og auður. Atkvæðagreiðslan stóð frá 25. febrúar til 10. mars og lauk á hádegi í dag.

Fyrr í dag var greint frá því að Verkalýðsfélag Húsavíkur og nágrennis hefði samþykkt kjarasamninginn og þá hafa aðildarfyrirtæki SA samþykkt hann af sinni hálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×