Viðskipti innlent

Þrjátíu prósent í Skiptum boðin út

MYND/Róbert

Útboð á 30 prósentum hlutafjár Skipta, móðurfélags Símans, hefst í dag og stendur yfir til klukkan 16 á fimmtudag.

Fyrirhugað er að hefja viðskipti með bréf félagsins í Kauphöllinni þann 19. mars næstkomandi. Skipti verður við skráningu fjórða stærsta rekstrarfélagið í Kauphöllinni en markaðsvirði Skipta, miðað við útboðsgengið sem er á bilinu 6.6 -8,10 krónur á hlut, er metið á bilinu 49 - 60 milljarðar króna.

Útboðið nú er í samræmi við samning Skipta og íslenska ríkisins frá 5. ágúst 2005 um að almenningi standi til boða að kaupa 30 prósent í félaginu í almennu útboði við skráningu á markað. Útboðið fer fram með svokallaðri áskriftarsöfnun en lágmarks markaðsvirði sem almenningur getur skráð sig fyrir er 100 þúsund krónur og fagfjárfestar geta að lágmarki skráð sig fyrir 25 milljarða króna.

Forstjóri Skipta, Brynjólfur Bjarnason, verður gestur í hádegisviðtali Markaðarins á morgun, þriðjudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×