Viðskipti innlent

Færeyingar enn hæstir í Kauphöllinni í dag

Færeyski bankinn hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag. Frá opnun markaðar í morgun hefur félagið hækkað um 1,82% og er gengi bankans nú 139,5.

Færeyska olífuélagið Atlantic Petroleum hefur einnig hækkað um 1,01% og Century Aluminum Company um 0,87%. Þá hefur Alfesca hf. Hækkað um 0,45%.

Spron hf. Hefur lækkað mest í dag eða um 3,71% og Icelandic Group um 3,17%. Straumur-Bruðarás hefur einnig lækkað um 1,52%.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,68% og er nú tæplega 4.817 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×