Viðskipti innlent

Uppgjör í erlendri mynt án afskipta hins opinbera

Erlendur Hjaltason er formaður stjórnar Viðskiptaráðs.
Erlendur Hjaltason er formaður stjórnar Viðskiptaráðs. MYND/Anton Brink

Viðskiptaráð segir mikilvægt að fyrirtækjum verði gert kleift að færa uppgjör sitt í erlendum gjaldmiðli án afskipta hins opinbera. Þetta kemur fram í skoðun sem ráðið hefur sent frá sér.

Þar segir að aukin alþjóðavæðing íslensks hagkerfis hafi leitt til þess að stór hluti tekna og fjármögnunar margra fyrirtækja sé í erlendum gjaldmiðlun. Þess vegna skapi gengissveiflur íslensku krónunnar mikinn kostnað og óvissu í rekstri viðkomandi fyrirtækja.

Bent er á að sum fyrirtæki hafi fengið heimild ársreikningarskrár til að gera upp í erlendum gjaldmiðli en af einhverjum ástæðum lúti fjármálafyrirtæki ekki sömu lögmálum í þessu málefni. Uppgjör í erlendri mynt sé hins vegar eðlilegur fylgifiskur alþjóðavæðingar og óábyrgt væri að spyrna við fæti og stuðla þannig að verra rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum samanburði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×