Viðskipti innlent

Ekki ráðgert að lækka laun Jóns

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.

Forstöðumaður samskiptasviðs FL Group segist ekki gera ráð fyrir að breytingar verði á launakjörum Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group, á næstunni þar sem sem nýlega var gengið frá nýjum ráðningarsamningi.

Að sögn Júlíusar Þorfinnssonar, forstöðumanns samskiptasviðs, samdi Jón um laun sín hjá FL þegar hann var ráðinn forstjóri félagsins í lok síðasta árs. Þá var samið um að hluti af þeim tekjum sem Jón fengi yrðu háð rekstrarafkomu félagsins, að sögn Júlíusar. Hann vildi ekki gefa upp hver grunnlaun Jóns væru en benti á að um þau yrði upplýst í ársreikningi fyrir árið 2008. Samkvæmt ársreikningi árið 2007 voru laun Jóns 32,5 milljónir á síðasta ári þegar hann gegndi starfi aðstoðarforstjóra.

Fundarboð FL Group fyrir aðalfund var sent Kauphöllinni í gær. Þar kemur fram að stjórn félagsins leggur til að laun stjórnarmanna verði lækkuð um helming.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×