Viðskipti innlent

Stjórn FL Group vill helmingi lægri laun

Laun Jóns Ásgeirs fyrir stjórnarsetu verða 350 þúsund.
Laun Jóns Ásgeirs fyrir stjórnarsetu verða 350 þúsund.

Stjórn FL Group gerir tillögu um að þóknun til stjórnarmanna félagsins vegna næsta rekstrarárs lækki um helming. Þetta kemur fram í fundarboði vegna aðalfundar FL Group, sem haldinn verður þann 11. mars næstkomandi.

Lagt er til að aðalfundur FL Group samþykki að laun stjórnarformanns verði kr. 350.000 á mánuði. Laun varaformanns verði kr. 250.000 á mánuði og aðrir stjórnarmenn fái kr. 175.000 í laun á mánuði. Þá er lagt til að varamönnum verði greiddar kr. 50.000 fyrir hvern setinn fund.

Þá er lagt til að stjórnarmenn fái fasta þóknun fyrir hvern fund sem þeir sitji í undirnefndum stjórnar og sú þóknun verði kr. 100.000 til handa formönnum nefnda fyrir hvern fund en kr. 50.000 til handa öðrum nefndarmönnum. Þóknun fyrir fundasetu í undirnefndum á tímabilinu skuli þó ekki vera hærri en kr. 600.000 fyrir formann nefndar og kr. 300.000 fyrir aðra nefndarmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×