Viðskipti innlent

Alþjóðabankinn með 14 milljarða krónubréfaútgáfu

Alþjóðabankinn, World Bank, tilkynnti nú í morgun um nýja útgáfu krónubréfs til eins árs að nafnvirði 14 milljarða kr. og bera bréfin 11,5% vexti.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Glitnis. Þar segir að þetta sé önnur útgáfa febrúarmánaðar en áður voru gefnir út 2 milljarðar kr. í byrjun mánaðar.

Samtals hafa 8 milljarðar kr. fallið á gjalddaga í mánuðinum að viðbættum vöxtum. Útgáfa umfram innlausn í þessum mánuði nemur því 8 milljörðum kr.

Í mars falla krónubréf að nafnvirði 27 milljarðar kr. á gjalddaga og segir greining Glitnis að búast megi við að töluverðum hluta gjalddaganna verði mætt með nýjum útgáfum enda hefur komið í ljós að á meðan vaxtarmunurinn er jafnmikill og raun ber vitni hefur áhugi fjárfesta á nýjum útgáfum krónubréfa viðhaldist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×