Viðskipti innlent

Landsframleiðslan óbreytt í ár að mati Glitnis

Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Glitnis er gert ráð fyrir að landsframleiðsla verði óbreytt að raungildi á þessu ári miðað við nýliðið ár.

Þar vegast á allsnarpur samdráttur í innlendri eftirspurn annars vegar, og verulegur bati á utanríkisviðskiptum hins vegar. Eftir tímabil mikils uppgangs, og á köflum ofhitnunar, í íslensku hagkerfi er nú útlit fyrir að fremur hratt dragi úr umsvifum í efnahagslífinu. "Kaldir sviptivindar að utan leika um hagkerfið í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu sem hófst að áliðnu sumri 2007 og ætlar að reynast æði langvinn," segir m.a. í Morgunkorni greiningarinnar um spánna.

Áhrif þessa á íslenskt efnahagslíf eru í þá veru að draga hraðar úr umsvifum heimila og atvinnulífs en áður var útlit fyrir, þótt fyrirséð hafi verið að lok stóriðjuframkvæmda og hækkandi vextir til lengri jafnt sem skemmri tíma myndu draga úr innlendri eftirspurn eftir mikinn vöxt fjárfestingar og einkaneyslu um miðjan áratuginn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×