Viðskipti innlent

Glitnir ekki á leið úr Lækjargötu

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, var í hádegisviðtali hjá Markaðnum í dag.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, var í hádegisviðtali hjá Markaðnum í dag.

Í viðtali við stjórnarformann Glitnis í Markaðnum í dag mátti skilja sem svo að loka ætti útibúi bankans í Lækjargötu. Hér gætir misskilnings. Hið rétta er að til stendur að rífa húsnæði bankans í Lækjargötu og byggja nýtt húsnæði sem mun vera Hótel en útibúið verður áfram á fyrstu hæð þess húsnæðis.

Á meðan mun útibú Glitnis flytja í bráðabirgðahúsnæði í Vonarstræti. Markmiðið er að viðskiptavinir útibúsins verði fyrir sem minnstri röskun vegna þessa tímabundna ástands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×