Viðskipti innlent

Forstjóri Glitnis lækkar laun sín um 50%

Lárus Welding.
Lárus Welding. Mynd/ Wilhelm.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, hefur ákveðið að lækka laun sín um 50%. Laun Lárusar voru 5,5 milljónir á mánuði í fyrra en verða nú tæplega 2,8 milljónir króna. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst vill Lárus ganga á undan með góðu fordæmi í því erfiða umhverfi sem nú ríkir. Þegar hafa verið boðaðar aðhaldsaðgerðir og aukin ráðdeild í rekstrinum, eftir því sem kom fram í Markaðnum á Stöð 2 í kvöld.

Tillaga um stórfellda lækkun þóknunar til stjórnar- og varastjórnarmanna var samþykkt með lófataki á aðalfundi Glitnis á fimmtudag. Tillöguna lagði fram Þorsteinn Már Baldvinsson, nýr stjórnarformaður bankans. Laun formanns stjórnar lækkuðu úr rúmri milljón í 550 þúsund krónur á mánuði og laun almennra stjórnarmanna lækkuðu um 100 þúsund og eru nú 250 þúsund krónur á mánuði. Forstjórinn er staddur í Finnlandi en stjórnarformaðurinn fagnar ákvörðun forstjórans.

Þorsteinn Már verður gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Markaðarins á morgun, þriðjudag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×