Viðskipti innlent

Illum á meðal bestu verslana í heimi

Illum Bolighus í Kaupmannahöfn þykir á meðal bestu verslana í heimi.
Illum Bolighus í Kaupmannahöfn þykir á meðal bestu verslana í heimi.

Danska húsgagna- og húsbúnaðarverslunin Illum er tilnefnd til verðlauna á „Smásöluverðlaununum" sem er samkoma þar sem smásalar heimsins koma saman og verðlauna þá sem þykja hafa skarað fram úr. Illum, sem er í augu Baugs, er tilnefnd sem „Áfangastaður ársins", en þar er smalað saman þeim verslunum, borgum, eða verslunarmiðstöðvum sem eftirsóknarvert er heim að sækja.

Á meðal keppinauta Illum í flokknum eru Selfridges í London og Evropeyskiy í Moskvu. Verðlaunaafhendingin fer fram í Barcelóna þann 10. apríl næstkomandi og á meðal þeirra sem flytja munu erindi á hátíðinni er Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×